Kveikt á jólaljósum á afmæli Sandgerðisbæjar
Ljósin verða kveikt á jólatré Sandgerðisbæjar á afmæli bæjarins miðvikudaginn 3. desember kl. 17:00.
Dagskráin hefst með ávarpi bæjarstjóra og að því loknu verða ljósin tendruð. Langleggur og Skjóða koma í heimsókn, einnig er von á óvæntum gestum. Kakó og piparkökur í boði foreldrafélags grunnskólans, söngur og gleði.