Kveikja jólaljós á sunnudaginn í Garði
Þar sem ekki tókst að tendra ljósin á jólatré bæjarbúa hér í Garðinum síðustu helgi, hefur verið tekin sú ákvörðun, í samráði við Grýlu, Leppalúða og aðra þá sem að viðburðinum koma, að tendra ljósin á jólatré bæjarbúa, sunnudaginn 7. desember kl. 17:00.
Bæjarbúar eru hvattir til að mæta og taka þátt.