Kveðjum jólin með stæl
Þeir sem vilja kveðja jólin með stæl geta ennþá tryggt sér flugelda. Opið er hjá flugeldamarkaði Björgunarsveitarinnar Suðurnes í dag, laugardag, og á morgun sunnudag frá kl. 12-18. Flugeldamarkaðurinn er að Holtsgötu 51 í Reykjanesbæ.
Að sögn Kára Viðars Rúnarssonar, formanns Björgunarsveitarinnar Suðurnes, er ennþá til öll flóran í flugeldum sem var til sölu fyrir áramótin og því ekkert að vanbúnaði að halda góða flugeldasýningu í garðinum heima hjá sér á sunnudagskvöldið eftir að hafa farið á þrettándafagnaðinn.