Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Kveðja stjórnandann með stórtónleikum í Stapa
Sunnudagur 6. maí 2012 kl. 13:10

Kveðja stjórnandann með stórtónleikum í Stapa

Karlakór Keflavíkur heldur stórtónleika í Stapanum mánudaginn 7. maí og fimmtudaginn 10. maí.

Á tónleikunum verður boðið upp á söngleikjalög úr West Side Story og My Fair Lady, tónlist eftrir Irving Berlin og Leonard Bernstein. Þá mun kórin syngja nokkra kóra úr óperuverkum svo sem Hermannakórinn úr Faust, Pílagrímakórinn úr Tannhäuser, Veiðmannakórinn og Steðjakórinn.

Einnig mun kórinn flytja „brot af því besta“ frá samstarfi kórsins og Guðlaugs Viktorssonar. Má þar nefna lög eftir Bellman, Hildigunni Rúnarsdóttur, Oddgeir Kristjánsson, Ólaf Gauk, Bjarna J. Gíslason, Gunnar Þórðarson, Rúnar Júlíusson og Magnús Kjartansson.

Kórinn kveður nú Guðlaug Viktorsson stjórnanda sinn til 8 ára en Guðlaugur heldur til framhaldsnáms erlendis.

Kórinn hefur fengið til liðs við sig tvo frábæra einsöngvara. Það eru Einar Clausen og Þórdís Borgarsdóttir.

Undirleikari á tónleikunum verður Jónas Þórir.

Guðlaugur Viktorsson hefur verið stjórnandi Karlakórs Keflavíkur í átta ár. Hann ákvað að koma til Keflavíkur á sínum tíma því hann vissi að kórinn státaði af fornri frægð og þá hafi Karlakór Keflavíkur verið eitt af flaggskipum karlakóra á Íslandi. „Það var því spennandi að koma hingað og sjá hvað ég gæti gert með þennan hóp,“ segir Guðlaugur í samtali við Víkurfréttir. Guðlaugur er með fjóra kóra á sínum snærum og hefur m.a. lengi verið stjórnandi bæði Lögreglukórsins og Karlakórs Reykjavíkur. Honum þótti spennandi að fara út fyrir borgarmörkin og Keflavík varð fyrir valinu.

Aðspurður um efniviðinn sem hann hefur haft úr að moða, segir Guðlaugur að kórinn hafi verið fámennur þegar hann kom þar fyrst til starfa. Hann er hins vegar ánægður með að fljótlega tókst að fjölga kórmeðlimum og þegar Karlakór Keflavíkur gaf út poppplötuna sína hafi kórinn náð nýjum hæðum og þá var fjöldi yngri manna tilbúnir að taka þátt í því verkefni. Guðlaugur segir að í dag séu þeir sem syngja í kórum svolítið að velja sér verkefni en áður fyrr voru kórfélagar tryggari sínum kór og tóku þátt í öllum verkefnum.

Framboð af afþreyingu sé hins vegar mikið í dag og ekkert við þessu að gera, nema jú að bjóða upp á skemmtileg verkefni að taka þátt í.

- Hvernig gengur starfið fyrir sig yfir veturinn?

„Þetta er frekar hefðbundið. Við æfum tvisvar í viku. Við gerðum tilraun í vetur með að æfa einu sinni í viku og hafa þá lengri æfingar. Þetta var gert til að laða að yngri menn. Það er hins vegar árangurríkara fyrir áhugamannakór, þar sem karlar koma saman til að syngja, að æfa oftar. Við höfum prófað þetta í vetur og komist að þessari niðurstöðu“.

- Það er eilíf barátta að fá yngri menn í kórinn. Hvernig vita menn svo hvort þeir geta sungið?


„Það geta allir sungið, bara misvel. Þetta er bara spurning um hvort menn hafi gaman af að syngja eða taka þátt í tónlist og vera í svona félagskap“.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024