Kvartett Sigurðar Flosasonar með útgáfutónleika í Reykjanesbæ
Kvartett Sigurðar Flosasonar leikur á sex tónleikum víðsvegar um landið á næstunni. Tónleikarnir eru síðbúnir útgáfutónleikar vegna geisladisksins „Leiðin heim“ en hann kom út í hér á landi í maí síðastliðnum og í Japan í júlí. Ekki hefur unnist tími til útgáfutónleika fyrr en nú, en þess má geta að kvartettinn lék á heimssýningunni í Japan og þrennum vel heppnuðum tónleikum í Tokyo í sumar. „Leiðin heim“ hefur fengið afbragðsgóðar viðtökur. Vernharður Linnet, jazzgagnrýnandi Morgunblaðsins, kallaði diskinn m.a. „meistaraverk!“ í afar lofsamlegum dómi.
Sigurður Flosason hefur gert víðreist með tónlist sína. Hann hefur tvisvar hlotið íslensku tónlistarverðlauning og tvívegis verið tilnefndur til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs. Sigurður er bæjarlistamaður Garðabæjar í ár.
Kvartettinn skipa, auk Sigurðar sem leikur á saxófón, þeir Eyþór Gunnarsson á píanó, Valdimar K. Sigujónsson á kontrabassa og Pétur Östlund á trommur.
Tónleikastaðir eru eftirfarandi:
Neskaupsstaður, sunnudag 11.9. – Blúskjallarinn kl. 20:30
Reykjavík, mánudag 12.9. – Þjóðleikhúskjallarinn kl. 20:30
Ísafjörður, þriðjudag 13.9. - Hamrar kl. 20:00
Garðabær, miðvikudag 14.9. Salur Tónlistarskólans í Garðabæ kl. 20:30
Eyjafjörður, fimmtudag 15.9. Laugarborg kl. 20:30
Reykjanesbær, föstudag 16.9. Listasal, Duushúsum kl. 20:30
Upplýsingar um flytjendur
Sigurður Flosason er fæddur í Reykjavík árið 1964. Hann hefur um árabil verið í hópi atkvæðamestu jazztónlistarmanna þjoðarinnar. Sigurður stundaði nám við Tónmenntaskóla Reykjavíkur og Tónlistarskóla F.Í.H., auk Tónlistarskólans í Reykjavík, en þaðan lauk hann einkeikaraprófi í klassískum saxófónleik árið 1983. Sigurður stundaði framhaldsnám í Bandaríkjunum, fyrst stuttlega við Berklee College of Music, en síðar við Indiana University. Þar nam hann hvorutveggja, klassískan saxófónleik og jazzfræði undir handleiðslu Eugene Rousseau og David Baker og lauk Bachelorsprófi 1986 og Mastersprófi 1988, Veturinn 1988-89 stundaði Sigurður einkanám hjá George Coleman í New York.
Sigurður hefur tekið mjög virkan þátt í íslensku tónlsitarlífi frá því hann lauk námi. Þó að megináhersla hans hafi verið á jazztónlist hefur hann einnig leikið klassíska tónlist og popptónlit, starfað mikið í leikhúsum og leikið inn mikinn fjölda hljómplatna af ólíkum toga. Hann hefur staðið að skipulagningu tónleika, tónleikraða og tónlistarhátíða, tekið þátt í margvíslegum nefndarstörfum varðandi tónlist og tónlistaruppeldi, staðið fyrir og kennt á ýmiskonar námskeiðum. Sigurður hefur leikið talsvert erlendis, bæði í eigin nafni og sem þáttakandi í fljölþjóðlegum samstarfsverkefnum. Hann hefur komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsviet Íslands, Sinfóníuhljomsveitinni i Umeå, Íslensku hljómsveitinn, Módettukórnum, Kór Langholtskirkju, Stórsveit Reykjavíkur og ýmsum stórsveitum á Norðurlöndum.
Geisladiskar Sigurðar, alls 10 að tölu, spanna vítt tónlistarlegt svið. Að þessum meðtöldum hefur hann sent frá sér fimm geisladiska í eigin nafni þar sem fengist er við jazztónlist, bæði frumsamda og hefðbundnari "standarda". Þá hefur hann í samvinnu við Gunnar Gunnarsson organista gefið út þrjá geisladiska með kirkjulegum spuna og íslenskum ættjarðarlögum. Sigurður hefur einnig tekið þátt í framsæknum spunaverkefnum í samstarfi við Pétur Grétarsson og Jóel Pálsson. Sigurður hefur tvívegis hlotið íslensku tónlistarverðlaunin og tvisvar verið tilnefndur til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs, árin 2000 og 2003. Hann hlaut einnig, ásamt Gunnari Gunnarssyni, tilnefningu til tónlistarverðlauna DV árið 2001. Sigurður hlaut 1. verðlaun í bandarísku Hoagy Carmichael tónsmíðasamkeppninni 1987 og kvartett hans komst í úrslit í Europe Jazzkontest 1991. Sigurður er bæjarlistamaður Garðabæjar 2005. Frá 1989 hefur hann verið aðstoðarskólastjóri og yfirmaður jazzdeildar Tónlistarskóla F.Í.H.
Eyþór Gunnarsson er fæddur í Reykjavík árið 1962. Leið hans lá snemma í íslenska popp bransann og á unglingsárum var hann farinn að leika með vinsælum hljómsveitum á borð við Tívolí, Ljósin í bænum og Mannakorn. Eyþór er stofnfélagi og annar aðallagahöfundur hljómsveitarinnar Mezzoforte, en hún sló í gegn á erlendri grundu fyrst íslenskra hljómsveita árið 1982. Með Mezzoforte hefur Eyþór leikið út um allan heim og gerir enn. Ásamt störfum sínum í Mezzoforte hefur Eyþór stundað órafmagnaðan jazzpíanóleik af miklum krafti og þó hann hafi ekki hljóðritað í eigin nafni, þá hefur hann líklega leikið inn á fleiri íslenskar jazzplötur en nokkur annar, m.a. með Tómasi R. Einarssyni, Jóel Pálssyni, Óskari Guðjónssyni og Sigurði Flosasyni. Eyþór hefur starfað mikið sem upptökustjóri undanfarna tvo áratugi og m.a. stýrt upptökum margra þekktustu popptónlistarmanna þjóðarinnar s.s. Bubba Morthens, K.K., Borgardætra, Ellenar Kristjánsdóttur, Rússíbana og Stuðmanna, en með þeirri hljómsveit hefur hann einnig leikið reglulega síðan 1988.
Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson er fæddur í Reykjavík 1977. Hann stundaði nám í kontrabassaleik viðTónlistarskólann í Reykjavík og Tónlistarskóla F.Í.H. og lauk burtfararprófi frá síðarnefnda skólanum árið 2002. Síðan þá hefur Valdimar stundað nám við Conservatorium van Amsterdam í Hollandi og útsrkifast þaðan vorið 2005. Í íslensku jazzlífi er hann þekktastur fyrir þáttöku sína í Flís tríóinu sem vakið hefur verðskuldaða athygli sem öflugir fulltrúar nýjust kynslóðarinnar í íslenskum jazzi. Valdimar hefur m.a. hljóðritað með Jóel Pálssyni og Agli Ólafssyni. Þá hefur hann starfað mikið með dúettinum Slowblow og leikið kvikmyndatónlist í kvikmyndum Dags Kára Péturssonar.
Pétur Östlund fæddist í New York árið 1943 en fluttist 11 ára til Íslands. Hann lærið trommuleik á Keflavíkurflugvelli og var fljótlega orðinn þáttakandi í íslensku bítlabyltingunni, sem trommuleikari Hljóma frá Keflavík. Pétur varð einnig fljótt mjög virkur í íslensku jazzlífi og lék m.a. með erlendum gestum á borð við Art Farmer og Booker Erwin. 1969 fluttist hann til Svíþjóðar, þar sem hann hefur búið síðan. Í Svíþjóð hefur hann leikið með öllum sem nöfnum tjáir að nefna og hefur um áratugaskeið verið meðal leiðandi hljóðfæraleikara á sitt hljóðfæri. Því til staðfestingar er langur listi erlendra einleikara sem Pétur hefur verið valinn til að leika með, en af þeim má nefna Thad Jones, Lee Konitz, Georgie Fame, Benny Golson, Dexter Gordon, Johnny Griffin, John Scofield, Zoot Sims, John Surman, Clark Terry o.fl. o.fl. Pétur var aðal trommusettskennari Tónlistarháskólans í Stokkhólmi á árunum 1973-1992. Pétur hefur þróað eigin kennsluaðferiðr og gefið út bækur um trommuleik.
Í gagnrýni í Mbl 8.6.2005 segir Vernharður Linnet m.a.:
„Það eru ekki margar íslenskar geislaplötur sem eru jafnheilsteypt listaverk og hin nýja geislaplata Sigurðar Flosasonar, Leiðin Heim........ Hin sífellda leit Sigurðar að þjóðlegum jafnt sem alþjóðlegum tóni, virðing hans fyrir allri heiðarlegri tónlist, sjálfsagi og vönduð vinnubrögð, auk þeirrar tónlsitargáfu sem hann fékk í vöggugjöf hefur getið af sér þroskaðan tónlistmann sem er fær um að tjá hugsun sína skírt og klárt af djúpri og þroskaðri tilfinningu."