Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 16. mars 2000 kl. 10:31

Kútmagakvöld í Grindavík á föstudaginn

Kútmagakvöld í Grindavík Hið árlega kútmagakvöld Lionsklúbbs Grindavíkur verður haldið í Festi í Grindavík föstudaginn 24. mars. Hátíðin hefst kl. 18 með sjávarútvegssýningu og fordrykk en borðhald hefst kl. 20:00Veislustjóri verður Einar Njálsson en ræðumaður kvöldsins er Össur Skarphéðinsson. Wilma Young leikur á fiðlu og Bergþór Pálsson og Helgi Björnsson syngja. Þá fer jóhannes Kristjánsson með gamanmál og léttklæddar dansmeyjar sýna listir sínar. Þá fer fram happdrætti og uppboð eins og fram kemur í tilkynningu frá Lions.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024