Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Kunni ekki að elda
Stefán Geirsson, matreiðslunemi.
Sunnudagur 9. febrúar 2014 kl. 09:00

Kunni ekki að elda

- Starfið kom skemmtilega á óvart.

Keflvíkingurinn Stefán Geirsson hefur verið nemi hjá Viktori, Inga og Þráni á veitingahúsinu Lava í Bláa lóninu í þrjá mánuði. „Mér líkar mjög vel, reyndar alveg frábærlega, starfið kom skemmtilega á óvart.“ Stefán segir að veitingateymi Bláa Lónsins hafi verið að leita að nemum og hann ákveðið að slá til.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lærir mikið á hverjum degi

„Ég fékk áhuga á náminu þegar ég komst að því að ég kynni ekki að elda. Þá vatt ég mér bara út í það að læra og kom hingað á besta staðinn, hjá þremur meisturum.“ Stefán segir það besta við að vera hjá Bláa Lóninu sé hversu mikið nýtt hann læri á hverjum degi. Starfið verður í raun lífsstíll og það kemur fyrir að ekki mikið annað rúmist innan dagsins, sérstaklega þegar mikið er að gera.“ Stefáni finnst starfið eiga vel við hann og er spenntur fyrir því að læra til meistarans.