Kuldalegir á að horfa
Þeir voru heldur kuldalegir á að horfa myndatökumenn sjónvarpsstöðvanna þar sem þeir voru dúðaðir uppi í körfubíl á leik Keflavíkur og KR í Landsbankadeildinni í knattspyrnu á Keflavíkurvelli í gærkvöldi.
Myndatökumennirnir höfðu þó á orði að þrátt fyrir að það hafi verið kalt uppi, þá hafi það verið þess virði að horfa á leikinn frá þessu sjónarhorni og sjá Keflavík valta yfir lélega KR-inga.
Einn myndatökumaðurinn bauðst einnig til að taka við þjálfun KR-liðsins fyrir helminginn af þeim peningum sem það kostar í dag og ná betri árangri en KR náði í leiknum í gær. Það ætti nú ekki að vera mikið vandamál miðað við spilamennskuna í gær.
VF-mynd: jbo
Myndatökumennirnir höfðu þó á orði að þrátt fyrir að það hafi verið kalt uppi, þá hafi það verið þess virði að horfa á leikinn frá þessu sjónarhorni og sjá Keflavík valta yfir lélega KR-inga.
Einn myndatökumaðurinn bauðst einnig til að taka við þjálfun KR-liðsins fyrir helminginn af þeim peningum sem það kostar í dag og ná betri árangri en KR náði í leiknum í gær. Það ætti nú ekki að vera mikið vandamál miðað við spilamennskuna í gær.
VF-mynd: jbo