Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Krúttsprengjur fengu heimili
Þegar Sandra var farin á nýtt heimili þá varð Rúnar frekar leiður en þá var það tíkin hans Magnúsar, hún Hneta, sem fór til hans og huggaði.
Miðvikudagur 24. október 2012 kl. 17:39

Krúttsprengjur fengu heimili

Kettlingarnir Sandra og Rúnar, sem knattspyrnudómarinn og veitingamaðurinn Magnús Þórisson fann við Helguvíkurveg um nýliðna helgi, eru komnir með ný heimili.

Eftir að Magnús greindi frá kettlingunum á fésbókarsíðu sinni og Víkurfréttir sögðu frá þessum litlu krúttsprengjum, þá fór boltinn að rúlla. Á þriðja þúsund manns deildu myndinni og fréttinni um kettlingana tvo sem varð svo til þess að þeir fengu báðir nýtt heimili.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Það var ungt par sem kom í gær og tók Söndru að sér en þau höfðu nýlega misst gömlu kisuna sína, það er óhætt að segja að það varð ást við fyrstu sýn hjá þeim. Rúnar fór núna rétt áðan en hann fékk fallegt heimili hjá fjölskyldu í Reykjavík, sem var að leita að kettlingi,“ segir Magnús á síðunni sinni.

Sandra og Rúnar.