Krónan á Öskudaginn
Don’t worry, be happy, sungu þær Júlía, Ebba, Dagmar og Heiða í 6. bekk Njarðvíkurskóla voru frumlegustu Öskudagskrakkarnir sem heimsóttu Víkurfréttaskrifstofuna í dag. Krónan okkar var þeirra skraut á Öskudaginn.
Margir krakkar voru í flottum búningum og hápunktur dagsins var auðvitað þegar kötturinn var sleginn úr tunnunni í Reykjaneshöllinini í dag. Þar voru margir krakkar og eins voru hressir krakkar á ferðinni í öðrum sveitarfélögum sem heimsóttu fyrirtæki og fengu nammi.
Krónustelpurnar - voru happy og flottar!
Páll Orri, Fannar, Þorbergur og Árni Geir voru skrautlegir.
Þessar skvísur sungu og fengu nammi í poka.
MM strákar með löggu með sér.