Krökkunum gekk ótrúlega vel í Þýskalandi
Undanfarna viku hafa unglingadeildir björgunarsveita frá Grindavík og Reykjanesbæ verið í heimsókn hjá THW í Þýskalandi og tekið þar þátt í gríðarlega stórri hamfaraæfingu. Þar hefur hópurinn verið í póstavinnu að læra undirstöðuatriði rústabjörgunar og meðhöndlun verkfæra. Strax í upphafi var öllum þáttakendum skipt upp í hópa og skipa Íslendingar og Þjóðverjar einn 33 manna hóp sem kallast Alpha platoon.
Krakkarnir í hópnum stóðu sig vægast sagt vel í æfingu sem sett var upp en þar var líkt eftir jarðskjálfta upp á 8,1 á Richter. Hópurinn fékk tvö stór verkefni og bjargaði alls 16 manns úr rústum húsa. Eftir verkefni hafði umsjónarmaður verkefnisins á orði að hópurinn væri sá langbesti á svæðinu og gaf þeim hæstu einkunn fyrir úrlausn verkefnisins.