Kríur í geggjuðu skapi á Garðskaga
Það er heldur betur hlaupið stuð í kríurnar á Garðskaga. Þær eiga sér griðland í landi Ásgarðs þar sem þær fá að verpa í friði fyrir eggjaþjófum úr mannheimum. Þrátt fyrir friðlandið þá eiga menn og hestar leið um svæðið og það eru kríurnar ekki sáttar við. Ljósmyndari Víkurfrétta átti leið um svæðið í gær þar fékk hann að kynnast sjóðheitu kríudriti og geggjuðu gargi þessara skapverstu farfugla sem leggja leið sína til Íslands á hverju sumri. Meðfylgjandi ljósmynd var tekin í leiðangrinum.