Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Kristófer Haukur fer á heimsmeistaramót unglinga í standarddönsum
Þriðjudagur 1. febrúar 2011 kl. 08:36

Kristófer Haukur fer á heimsmeistaramót unglinga í standarddönsum

Kristófer Haukur Hauksson 14 ára dansari úr Njarðvík vann um sl. helgi, ásamt dansdömu sinni Herborgu Lúðvíksdóttur, rétt til að keppa fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramóti unglinga í standarddönsum sem fer fram í Moldavíu í október.


Þetta er frábær árangur og heiður fyrir þennan unga efnilega dansara að keppa fyrir hönd Íslands á þessu móti, en einungis 2 pör frá hverju landi fá þennan heiður.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Náðu þau þessum rétti með því að fá 2. sætið á Íslandsmótinu sem var nú um helgina.