Kristnihátíð í Útskálasókn.
Í tilefni af 1000 ára kristnitöku var haldin minningarhátíð um sr. Sigurð Brynjólfsson Sívertsen þann 19. mars í Útskálasókn.Hátíðin hófst með guðsþjónustu kl. 13:30 í Útskálakirkju. Að aflokinni guðsþjónustu var boðið til samsætis í samkomuhúsinu í Garði. Dóms- og kirkjumálaráðherra frú Sólveig Pétursdóttir, Ásbjörn Jónsson, sóknarnefndarformaður Útskálasóknar og Sigurður Ingvarsson, oddviti Gerðahrepps, fluttu ávörp. Nemendur Gerðaskóla sýndu afrakstur þemdaga skólans, en þemadagarnir voru helgaðir sr. Sigurði Br. Sívertsen. Ennfremur önnuðust nemendur tónlistarskólans í Garði ásamt kirkjukór Útskálakirkju, flutning tónlistar. Kvenfélagið Gefn sá um kaffiveitingar sem gestir og gangandi kunnu sérdeilis vel að meta.