Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Kristjana Hanna Benediktsdóttir sigraði í Stóru upplestrarkeppninni
Fimmtudagur 15. mars 2007 kl. 12:17

Kristjana Hanna Benediktsdóttir sigraði í Stóru upplestrarkeppninni

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Reykjanesbæ fór fram í Ytri-Njarðvíkurkirkju í gær.  Þar voru mættir 12 nemendur grunnskólanna í Reykjanesbæ og Sandgerði og lásu þau af mikilli andakt fyrir fjölda viðstaddra. Lesið var úr sögunni Sjáumst aftur, eftir Gunnhildi Hrólfsdóttur, ljóð eftir Jónas Hallgrímsson ásamt því að lesið var úr ljóðum sem keppendur völdu sjálfir. Þá fengu viðstaddir einnig notið tónlistarflutnings nemenda úr Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.

Dómnefndin fékk það erfiða verkefni að velja keppendur í vinningssætin. Niðurstaðan varð sú að 1. sætið hlaut Kristjana Hanna Benediktsdóttir úr Holtaskóla.. Jenný María Unnarsdóttir úr Heiðarskóla varð í öðru sæti og í því þriðja hafnaði Elvar Ragnarsson úr Holtaskóla.

Styrktaraðilar keppninnar eru Fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar, Sparisjóðurinn í Keflavík, Edda útgáfa, Mjólkursamsalan, Flugfélag Íslands, Kennaraháskóli Íslands, Menntamálaráðuneytið, Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar og Samkaup.

Ellert Grétarsson, ljósmyndari Víkurfrétta, var á staðnum og smellti af nokkrum myndum sem sjá má í ljósmyndasafninu hér á vf.is

Mynd: Kristjana Hanna Benediktsdóttir tekur á móti verðlaununum.

VF-mynd: elg

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024