Kristín Júlla tilnefnd til Edduverðlauna
Kristín Júlla Kristjánsdóttir, förðunarmeistari úr Garðinum, er tilnefnd til Edduverðalauna fyrir gervi í kvikmyndinni Hrútar. Tilkynnt var um tilnefningar á blaðamannafundi í Bíó Paradís í gær. Verðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn á hótel Hilton Reykjavík Nordica 28. febrúar næstkomandi.
Í fyrra hlaut Kristín Edduverðlaun fyrir gervi í kvikmyndinni Vonarstræti.