Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Kristín Júlla: Í sumarvinnu hjá Páli Óskari
Föstudagur 22. apríl 2011 kl. 15:17

Kristín Júlla: Í sumarvinnu hjá Páli Óskari

Kristín Júlla Kristjánsdóttir förðunarfræðingur úr Garðinum hefur í nógu að snúast. Hún hefur á fáeinum árum skotist upp á stjörnuhimininn í sínu fagi hér á Íslandi og nú er varla gerður sjónvarpsþáttur, auglýsing eða teknar ljósmyndir nema Kristín hafi farið höndum um fólkið sem er framan við myndavélina. Víkurfréttir leituðu til Kristínar í tilefni af páskum og sumarkomu og forvitnuðust aðeins um veturinn og komandi sumar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


- Hvernig á að verja páskunum?

„Í Siglfirsku Ölpunum“.


- Gefur þú mörg páskaegg eða færðu mörg egg?

„Ég gef ekkert en fæ eitt. Börnin mín fá svo mikið af eggjum frá öðrum, svo ég læt bara nægja að ég feli þau á páskadagsmorgun og búi til leik“.


- Hvað á að gera skemmtilegt í sumar?

„Í sumar verð ég að vinna með Páli Óskari við fimm tónleika í Hörpunni og á Akureyri við tökur á sjónvarpsseríunni HÆ GOSI og förum við líka til Færeyja. Einnig fer ég í brúðkaup í Flatey við Skjálfanda þar sem Guðrún Eva Mínervudóttir og Marteinn Þórsson ætla að gifta sig. Og svo í lok ágúst fer ég í brúðkaup til Færeyja þar sem besta vinkona mín gengur í það heilaga.
Á milli alls þessa fer ég með son minn í skemmtilegar fuglaferðir og ætla jafnvel að ganga á Hornstrandir!“.


- Á að ferðast innanlands eða utan?

„Ég ferðast iðulega innanlands á sumrin, fyrir utan Færeyjar í sumar“.


- Hvernig sumar fáum við?

„Ég trúi alltaf á það góða. Auðvitað verður sumarið gott“.


- Hvað hefur þú verið að gera í vetur?

„Ég er búin að vinna mjög mikið í vetur“.


- Hvernig hefur veturinn verið hjá þér? Næg verkefni?

„Ég er búin að hafa mikið meira en nóg af verkefnum, þurft að hafna mörgum. Ég er búin að vera mikið í erlendum verkefnum bæði auglýsingum og heimildarmyndum, t.d. Amundssen/Scott suðurskautskapphlaupið síðan 1912. Við vorum í tökum í 14 daga á Langjökli í nóvember í klikkuðu veðri. Og núna erum við að fara að klára aðra Þýska mynd um Alfred Wegener landkönnuð (1930) líka á Langjökli. Jú og auðvitað gerði ég bíómyndina Okkar eigin Osló sem er komin með yfir 20.000 áhorfendur. Svo má ekki gleyma árlega Frostrósa-ævintýrinu. Og í febrúar fór ég með fjölskyldunni í kærkomið frí til Flórída,“ segir Kristín Júlla Kristjánsdóttir í samtali við Víkurfréttir.