Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Kristín Júlla hlaut Edduna
Kristín Júlla Kristjánsdóttir á sviðinu við afhendingu Edduverðlauna 2016. Ljósmynd/skjáskot af útsendingu RÚV.
Mánudagur 29. febrúar 2016 kl. 09:55

Kristín Júlla hlaut Edduna

- Tileinkaði sonum sínum Edduna

Kristín Júlla Kristjánsdóttir, förðunarmeistari úr Garði, hlaut Edduna um liðna helgi fyrir gervi í kvikmyndinni Hrútum. Þetta er annað árið í röð sem Kristín hlýtur Edduna. Í fyrra hlaut hún verðlaunin fyrir gervi í kvikmyndinni Vonarstræti.

 
Í ræðu Kristínar kom fram að hún hafi ekki átt von á því að hljóta Edduna. Hún þakkaði Bárðdælingum kærlega fyrir samstarfið en kvikmyndin var tekin upp í Bárðardal. Þá tileinkaði hún sonum sínum, þeim Skarphéðni, Júlíusi og Víglundi Edduna.
 
VF tók viðtal við Krístínu í fyrra eftir að hún hlaut Edduverðlaunin sem sjá má hér.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024