Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Kristín Couch sýnir ljósmyndir á striga
Fimmtudagur 12. október 2006 kl. 16:16

Kristín Couch sýnir ljósmyndir á striga

Kristín Couch opnar í dag ljósmyndasýningu í Gabo, nýrri gjafavöruverslun að Hafnargötu 23 í Reykjanesbæ.
Myndirnar á sýningunni eru allar prentaðar á striga en um er að ræða nýtilkomna prenttækni sem opnar fjölda nýrra möguleika í ljósmyndum. Kristín hefur verið að prófa mjög forvitnilega hluti í þessari listgrein og má í því sambandi nefna athyglisverða sýningu hennar í Gömlu búð á Ljósanótt þar sem hún sýndi ljósmyndir prentaðar á gler og ál.


Kristín breytir áferð myndanna svo þær líkast einna helst vantslitamyndum eða olíumálverkum, allt eftir því á hvaða efni þær eru prentaðar. Myndefnin sækir hún gjarnan í það smágerða í náttúrunni; mynstur, form, liti og áferð sem hún nær að fanga á listrænan hátt með nærlinsunni.


Kristín útskrifaðist fyrir nokkru frá New York Institude of Photography ásamt því að stunda nám á listnámsbraut í Borgarholtsskóla í margmiðlun og grafík. Hún tekur að sér alls kyns ljósmyndaverkefni fyrir fyrirtæki, fermingar, barnamyndir o.fl. Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 899-5214.

 

Mynd: Kristín Couch fangar mynstur, form og liti í náttúrunni með nærlinsunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024