Kraumandi Heklugos í gærkvöldi
Um 400 manns sóttu skemmtilegan mannlífs- og menningarviðburð í þróunarsetrinu Eldey á Ásbrú í gærkvöldi. Þar var haldið svokallað Heklugos þar sem hönnuðir á Suðurnesjum sýndu það sem þeir eru að vinna að um þessar mundir. M.a. var sett á svið glæsileg tískusýning þar sem Suðurnesjahönnun var í fyrsta sæti.
Meðfylgjandi mynd var tekin á sýningunni í gær. Fleiri myndir og nánari umfjöllun frá kraumandi Heklugosi í Eldey verður hér á vf.is um helgina.
VF-mynd: Sölvi Logason