Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðvikudagur 29. mars 2000 kl. 15:03

Kransaterturnar fljúga út

- sjónvörp og hljómtæki eru fermingargjafirnar í ár í Hagkaupi Vinsælustu fermingargjafirnar í ár, að sögn Ragnars Snorrasonar verslunarstjóra í Hagkaupi, eru hljómtæki og sjónvörp af ódýrari gerðinni. „Þessi tæki kosta á bilinu 20-25 þús. krónur en krökkunum finnst voðalega spennandi að hafa eigið sjónvarp inn í svefnherbergi. Svo erum við líka að selja mikið af hnattlíkönum og ýmsu smádóti“, segir Ragnar og bætir við að gamli góði svefnpokinn standi líka allaf fyrir sínu en í gegnum árin hefur Hagkaup boðið ýmis konar viðlegubúnað til sölu. „Mikil sala hefur verið á frosnum kransakökum hjá okkur, því þær kosta aðeins lítið brot af því sem það kostar að fá þær tilbúnar. Það eina sem fólk þarf að gera er að setja þær saman og skreyta með konfekti“, segir Ragnar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024