Krakkarnir stóðu sig vel á upplestrarkeppninni
Upplestrarkeppni grunnskóla var haldiní fjórða sinn sl. mánudag í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Skólaskrifstofa Reykjanesbæjar hafði umsjón með keppninni, Sóley Halla Þórhallsdóttir, fulltrúi samtaka móðurmálskennara og Halldór Leví, fulltrúi Heimilis og skóla aðstoðuðu við undirbúning keppninnar.
MYND: Verðlaunahafar með fulltrúa Sparisjóðsins og Eiríki Hermannssyni skólamálafulltrúa.
Upplestrarkeppnin hefst á degi íslenskrar tungu í október ár hvert. Kennarar í 7.bekkjum sjá um kennslu og þjálfun nemenda og síðan fer fram bekkjarkeppni. Allir nemendur í 7.bekkjum viðkomandi skóla fá þjálfun í upplestri og tækifæri til að taka þátt í bekkjarkeppninni. Eftir
bekkjarkeppnina fer fram skólakeppni þar sem valdir eru tveir nemendur til að taka þátt í lokakeppninni.
Lokakeppnin árið 2001 var haldin í Ytri-Njarðvíkurkirkju 19.mars en þetta er í fyrsta sinn sem allir skólar á svæðinu eru með í lokakeppninni, þ.e. Gerðaskóli, Grunnskólinn í Sandgerði, Heiðarskóli, Holtaskóli, Myllubakkaskóli, Njarðvíkurskóli og Stóru-Vogaskóli.
Nemendur úr Tónlistarskóla Reykjanesbæjar (7.bekkingar) sáu um tónlistarflutning og
Eiríkur Hermannsson, skólamálastjóri flutti ávarp og stjórnaði dagskránni. Dómnefnd skipuðu Ingibjörg Einarsdóttir sem er í undirbúningsnefnd keppninnar, Stefanía Arnórsdóttir, verkefnisstjóri og Guðbjörg Sveinsdóttir frá Skólaskrifstofu Reykjanesbæjar. Í lokakeppni lásu nemendur hluta úr sögu, í þetta sinn voru það ævintýri. Síðan lásu þeir ljóð eftir Tómas
Guðmundsson og að lokum ljóð að eigin vali.
Sparisjóður Keflavíkur gaf peningaverðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin, 15.000, 10.000 og 5.000 kr.
Edda - miðlun og útgáfa gefur öllum þátttakendum bók og veitingar voru í boði Mjólkursamsölunnar og Samkaups.
Sigurvegarar árið 2001 voru:
1. sæti Mist Elíasdóttir úr Holtaskóla
2.sæti Helga Lind Sigurbergsdóttir úr Holtaskóla
3.sæti Sveinn Enok Jóhannsson úr Njarðvíkurskóla
MYND: Verðlaunahafar með fulltrúa Sparisjóðsins og Eiríki Hermannssyni skólamálafulltrúa.
Upplestrarkeppnin hefst á degi íslenskrar tungu í október ár hvert. Kennarar í 7.bekkjum sjá um kennslu og þjálfun nemenda og síðan fer fram bekkjarkeppni. Allir nemendur í 7.bekkjum viðkomandi skóla fá þjálfun í upplestri og tækifæri til að taka þátt í bekkjarkeppninni. Eftir
bekkjarkeppnina fer fram skólakeppni þar sem valdir eru tveir nemendur til að taka þátt í lokakeppninni.
Lokakeppnin árið 2001 var haldin í Ytri-Njarðvíkurkirkju 19.mars en þetta er í fyrsta sinn sem allir skólar á svæðinu eru með í lokakeppninni, þ.e. Gerðaskóli, Grunnskólinn í Sandgerði, Heiðarskóli, Holtaskóli, Myllubakkaskóli, Njarðvíkurskóli og Stóru-Vogaskóli.
Nemendur úr Tónlistarskóla Reykjanesbæjar (7.bekkingar) sáu um tónlistarflutning og
Eiríkur Hermannsson, skólamálastjóri flutti ávarp og stjórnaði dagskránni. Dómnefnd skipuðu Ingibjörg Einarsdóttir sem er í undirbúningsnefnd keppninnar, Stefanía Arnórsdóttir, verkefnisstjóri og Guðbjörg Sveinsdóttir frá Skólaskrifstofu Reykjanesbæjar. Í lokakeppni lásu nemendur hluta úr sögu, í þetta sinn voru það ævintýri. Síðan lásu þeir ljóð eftir Tómas
Guðmundsson og að lokum ljóð að eigin vali.
Sparisjóður Keflavíkur gaf peningaverðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin, 15.000, 10.000 og 5.000 kr.
Edda - miðlun og útgáfa gefur öllum þátttakendum bók og veitingar voru í boði Mjólkursamsölunnar og Samkaups.
Sigurvegarar árið 2001 voru:
1. sæti Mist Elíasdóttir úr Holtaskóla
2.sæti Helga Lind Sigurbergsdóttir úr Holtaskóla
3.sæti Sveinn Enok Jóhannsson úr Njarðvíkurskóla