Krakkarnir á Gimli fóru í skrúðgöngu
Í tilefni þess að í dag er dagur leikskólanna fóru börnin á leikskólanum Gimli í skrúðgöngu um sitt nánasta umhverfi. Það blés hraustlega á litlu greyin en þau létu það ekki á sig fá og sungu m.a. fyrir gesti og gangandi fyrir utan Valgeirsbakarí. Ljósmyndari Víkurfrétta náði nokkrum myndum af skrúðgöngunni í rokinu.