Krakkarnir á Garðaseli tóku vel á móti Skjóðu og jólasveinum
Krakkarnir á leikskólanum Garðaseli í Reykjanesbæ tóku jólasveinunum vel á jólaballi sem haldið var í Heiðarskóla. Systir þeirra, hún Skjóða kom líka og skemmti krökkunum vel. Dansað var í kringum í jólatréð og sungin jólalög. Krakkarnir voru ánægðir með gestina og ljósmyndari Víkurfrétta leit við og smellti nokkrum myndum.