Krakkar segja krúttlega hluti um ofbeldi
Barnaheill - Save the Children á íslandi fengu krúttlega krakka úr Barnaskóla Hjallastefnunnar í Hafnarfirði til að tala um réttindi sín til verndar gegn ofbeldi samkvæmt ákvæðum barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Samtökin vekja athygli á réttindum barna í tengslum við Heillakeðju barnanna. Í hverjum mánuði er ákveðið þema út frá sáttmálanum. Í febrúar er þemað vernd barna gegn ofbeldi.
Börn úr Barnaskóla Hjallastefnunnar sögðu skoðanir sínar á því hvað þau túlka sem ofbeldi gagnvart börnum, eins og sjá má í þessu myndskeiði hér að neðan.