Kraftmikil hreinsunardeild í Háholti
Við Háholt í Keflavík býr vösk sveit af stelpum sem tók myndarlega til hendinni í götunni sinni um síðustu helgi.
Þær vilja hafa götuna hreina fyrir Ljósanótt og fóru af stað með hjólböru, kúst, sköfu, skóflu, hanska og góða skapið til að klára verkið. Að launum fengu þær pizzaveislu sem var vel þegin eftir erfiði hreinsunarátaksins.
Á myndinni eru (frá vinstri): Sara Lind R, Sara Lind K, Guðrún Hanna, Jenný, Edda og Thelma.