Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Kraftaverk á Bethlehemstræti frumsýnt á morgun
Föstudagur 27. nóvember 2009 kl. 09:07

Kraftaverk á Bethlehemstræti frumsýnt á morgun

Æfingar á söngleiknum Kraftaverk á Bethlehemstræti ganga vel en frumsýning verður laugardaginn 28. nóvember  kl. 15:00.
 

Kraftaverk á Bethlehemstræti er söngleikur fyrir börn á grunnskólaaldri og segir frá því þegar gistihúsaeigandinn Benjamín fær fregnir af því að frelsarinn sé að koma til hans og verður hann mjög svo upptekinn af því að græða fúlgu fjár. ??Mjög fjörug og grípandi tónlist er í verkinu og þýðingin er í senn aðgengileg og hnyttin. Alls koma 25 börn að sýningunni. ??Verkið er eftir Lowell Alexander og er í þýðingu Ágústar Jakobssonar, skólastjóra við Naustaskóla. ??Sýningar verða í safnaðarheimili Keflavíkurkirkju, Kirkjulundi. ??Þær verða sem hér segir:??28. nóv. kl. 15  Frumsýning?29. nóv kl. 15  Sýning?5. des.  kl. 15 Sýning?6. des. kl.15  Sýning?12. des. kl. 15  Sýning?13. des. kl. 15 Sýning??Miðaverð er kr. 800 og sjoppa á staðnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Leikstjóri verður Guðjón Davíð Karlsson (Gói), leikari. ?Tónlistarstjóri verður Arnór Vilbergsson, Kantor.?Framkvæmdarstjóri er sr. Erla Guðmundsdótttir. 
 


Meðfylgjandi er ljósmynd sem tekin var á æfingu.