Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Kósý heima og paradís í Þrastarskógi
Fimmtudagur 2. apríl 2015 kl. 11:31

Kósý heima og paradís í Þrastarskógi

Birgitta Ína Unnarsdóttir, flugfreyja.

Á að ferðast eitthvað yfir páskahelgina? - Ef ekki, hvernig á að verja helginni?

Það verður tekið smá kósý heima og farið svo í paradísina í Þrastarskógi með fjölskyldunni, sem er dásemdar reitur fjölskyldunnar og allir njóta sín í botn.

Áttu þér einhverjar hefðir sem tengjast páskunum?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Páskeggjaleit í sveitinni með strumpinum mínum er orðin skemmtileg hefð sem hann er búinn að skipuleggja lengi fyrirfram og bíður spenntur eftir. 

Hvað er borðað á þínu heimili á páskadag?

Páskalambið og með því er best og klikkar aldrei.

Hvernig páskaegg ætlar þú að fá þér í ár?

Freyju Draumur er uppáhalds hjá okkur mæðginum og ætli það klárist ekki á núll einni.