Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Köstuðu myndbandinu í ruslið
Brynjar og Nanna voru kjörin menn ársins 2012 á Suðurnesjum á dögunum.
Miðvikudagur 16. janúar 2013 kl. 08:40

Köstuðu myndbandinu í ruslið

OMAM vildu ekki koma fram í tónlistarmyndbandi

Í ítarlegu viðtali við Víkurfréttir segja þau Nanna Bryndís Hilmarsdóttir og Brynjar Leifsson úr hljómsveitinni Of Monsters And Men frá því þegar ágreiningur kom upp milli hljómsveitarinnar og útgáfufyrirtækis þeirra vegna tónlistarmyndbands. Hljómsveitin var þá við upptökur á myndbandi fyrir lagið Mountain sound sem er á plötu sveitarinnar, My head is an animal.

„Því myndbandi köstuðum við í ruslið því við urðum svo rosalega ósátt með útkomuna,“ sagði Nanna Bryndís í viðtalinu en upphaflega ætlaði hljómsveitin ekki að koma fram í myndbandinu. „Útgáfufyrirtækið vildi fá okkur í myndbandið til að fólk tengdi tónlistina við andlit okkar sem er auðvitað skiljanlegt. Útkoman var hins vegar ekki góð og því var myndbandinu hent,“ sagði Nanna ennfremur en þau Brynjar ýjuðu að því í viðtalinu að nýtt myndband sé nú í smíðum og að tökur stæðu yfir núna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

viðtalið má sjá hér að neðan í heild sinni.