Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Kossaflens í Blómavali
Fimmtudagur 4. mars 2004 kl. 10:23

Kossaflens í Blómavali

Það er góður félagi sem fylgir Lilju Valþórsdóttur verslunarstjóra í Blómavali í vinnuna á hverjum degi – páfagaukurinn Magnús. Lilja er búin að eiga Magnús í fjóra mánuði en meðalaldur fugla af þessari tegund er um 65 ár. Magnús sem er 10 mánaða gamall rífst ekki við viðskiptavini Blómavals að sögn Lilju. „Hann er aðeins farinn að mynda orð, en er ekki kominn með neinn orðaforða,“ segir Lilja um leið og Magnús röltir í hægindum sínum upp á öxlina á henni. Lilja segir að Magnús eigi eftir að fylgja henni á elliheimilið. „Ætli hann standi ekki á göngugrindinni hjá mér á elliheimilinu,“ segir Lilja brosandi um leið og Magnús smellir á hana léttum kossi.

 

 

 

 

 

 

Myndirnar: Lilja og páfagaukurinn Magnús eru góðir vinir. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024