Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Kosningar í fullum gangi
Mánudagur 26. apríl 2004 kl. 11:15

Kosningar í fullum gangi

Nemendafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja stendur núna fyrir kosningum á nýrri stjórn í nemendafélagið fyrir næsta haust. Núverandi formaður N.F.S. Arnar Már Halldórsson sagði í samtali við Víkurfréttir að töluvert af framboðum hefði borist og að alls 13 nemendur eru að bjóða sig fram í þau 6 sæti í stjórn. Í nemendaráðinu eru alls 7 en sjötti maðurinn í stjórn er kosinn á haustönn en nýnemunum er gefinn kostur á að bjóða sig fram þá.

Gústav A.B. Sigurbjörnsson og Jóna Marín Ólafsdóttir buðu sig fram í formann N.F.S. og hafa þau bæði verið að gera skemmtilega hluti í kosningabaráttunni en mikið hefur verið um nammigjafir, frían safa og pizzur. Það kemur síðan í ljós á morgun hverjir sitja í nýrri stjórn nemendafélagsins. Arnar Már segir að árið hjá N.F.S. hafi verið mjög gott og að leikritið „Bláu Augun Þín“ hafi sett skemmtilegan svip á félagslífið þar sem um 100 nemendur tóku þátt í sýningu. Segir hann einnig að verið sé að kanna möguleikana á sýningum í Loftkastalanum í sumar. Dagskrá N.F.S. er nú samt ekki á enda því búist er við bíósýningu á næstunni sem nemendafélagið mun standa fyrir.

Myndin: Einn af frambjóðendum til formanns Nemendafélagsins bauð upp á safa og sælgæti í kosningabaráttunni í NFS. VF-ljósmynd/Atli Már Gylfason.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024