Kosning sumarstúlku VF á netinu
Nú er hægt að kjósa sumarstúlku Víkurfrétta á netinu. Alls eru 13 stúlkur sem taka þátt í keppninni um sumarstúlku Víkurfrétta. Á ljósmyndasýningu Víkurfrétta sem var opin um Ljósanæturhelgina gátu sýningargestir kosið sumarstúlkuna og bárust hundruðir atkvæða. Kosningin verður án efa spennandi og eru lesendur vf.is hvattir til að taka þátt í kosningunni á slóðinni www.vf.is/qmen2003 en kosningin verður í gangi fram í lok næstu viku.