Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Kórum fagnað vel og lengi
Fimmtudagur 2. desember 2010 kl. 15:29

Kórum fagnað vel og lengi

Kvennakór Suðurnesja og Söngsveitin Víkingar héldu sameiginlega aðventutónleika í Hljómahöllinni í Stapa í gærkvöldi. Á dagskránni voru jólalög úr ýmsum áttum auk kirkjulegra verka en kórarnir sungu í sitt hvoru lagi og enduðu síðan tónleikana með því að syngja nokkur lög saman.

Tónleikarnir tókust vel og var kórunum fagnað vel og lengi eftir að þeir höfðu sungið saman á sviði Stapans. Meðfylgjandi mynd var hins vegar tekin við upphaf tónleikanna þegar Kvennakór Suðurnesja var einn á sviði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson