Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Kortaleikur um Reykjanes fer vel af stað
Þriðjudagur 24. júní 2014 kl. 09:00

Kortaleikur um Reykjanes fer vel af stað

Fjöldi vinninga í boði í allt sumar.

Reykjanes jarðvangur (e. Geopark) og Markaðsstofa Reykjaness fóru af stað með einfaldan og skemmtilegan leik á Facebook um Hvítasunnuna. Markmið með leiknum er að vekja athygli á svæðinu sem ákjósanlegan og áhugaverðan stað fyrir alla fjölskylduna og hvetja bæði íbúa og gesti til að skoða sig um. „Við búum á einstöku svæði á heimsvísu, þar sem að hér getur þú séð hvernig Atlantshafshryggurinn rís úr sjó og hvernig flekaskilin og afleiðingar þeirra hafa áhrif á líf okkar, leik og störf,“ segir Þuríður Aradóttir, verkefnastjóri Markaðsstofu Reykjaness.

Þuríður segir leikinn hafa farið vel af stað og fengið mjög góðar viðtökur. Fjöldi glæsilegra vinninga verði dregnir út í allt sumar. „Vegna þess að fyrirtæki á svæðinu tóku svo vel í að taka þátt með því að gefa einstaklega glæsilega vinninga, verður dregið vikulega úr innsendum svörum.“

Í síðustu viku var fyrsti útdráttur og var það Ástríður Emma Hjörleifsdóttir sem hlaut fjórhjólaferð fyrir tvo hjá Fjórhjólaævintýri í Grindavík. Á fimmtudaginn verður dregið aftur og þá mun sú eða sá heppni næla sér í flugferð með Flugakademíu Keilis. Aðrir vinningar í sumar eru til dæmis; 2 miðar á ATP hátíðina í boði Ómstríðs og ATP Iceland, gisting í deluxe herbergi hjá Hótel Keflavík, aðgangur í Kvikuna Grindavík, Rokksafnið í Reykjanesbæ og Þekkingarsetur Suðurnesja í Sandgerði, fjölskylduvetrarkort og fjölskyldukárskort í Bláa lónið, gisting fyrir tvo hjá A10 Deluxe í Keflavík, út að borða í Vitanum Sandgerði og svo aðalvinningurinn í lok sumars; þyrluferð með Norðurflugi.

Hvatt er til þátttöku og uppgötva í leiðinni leyndardóma Reykjaness á Facebooksíðu Reykjanes Geopark. Kortaleikurinn er hluti af verkefni í sóknaráætlun landshlutanna.

Hér er svo síða leiksins.



 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024