Kormákur sigurvegari Raunveruleiksins 2012
Undanfarnar 4 vikur hafa nemendur 9. bekkjar spilað Raunveruleikinn sem er verkefni á vegum Landsbankans sem snýst um fjármála- og neytendafræðslu. Krakkarnir hafa staðið sig með sóma og í lok leiks voru fjórir nemendur Myllubakkaskóla meðal 15 efstu á landinu.
Kormákur Andri Þórsson stóð sig best allra og vann leikinn, auk þess sem hann fékk verðlaun fyrir að vera hæstur bæði í 3. og 4. spilunarviku.
Landsbankinn veitir gjafabréf að upphæð 5.000 kr. fyrir bestan árangur í hverri viku og sigurlaunin fyrir að sigra samanlagt er Playstation Vita leikjatölva.