Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Mannlíf

Fimmtudagur 9. maí 2019 kl. 16:45

Kórastuð í Reykjanesbæ

Karlakórinn með vortónleika 14. og 15. maí. Sönghópur Suðurnesja og Kvennakór héldu vel heppnaða tónleika

Tvennir kóratónleikar voru í Reykjanesbæ í vikunni. Sönghópur Suðurnesja kom fram í Ytri-Njarðvíkurkirkju á mánudag og þá söng Kvennakór Suðurnesja í Stapanum á þriðjudag.

Sönghópurinn er undir stjórn Magnúsar Kjartanssonar, tónlistarmanns úr Keflavík. Á tónleikunum söng hópurinn einn og síðan með Brokk kórnum en Magnús stýrir honum einnig. Það var tilkomumikið að hlutsta á um 50 manns sameiginlegan kór syngja heimsfræg lög eins og Bohemian Rhapsody en það gerður kórarnir mjög vel.

Public deli
Public deli

Kvennakórinn var ekki síðri en hann fyllti Stapann á vortónleikum sínum. Kórinn fékk hina mögnuðu Heru söngkonu og dívu með sér og sungu mörg þekkt dívulög. 

Stjórnandi Kvennakórs Suðurnesja er Dagný Þórunn Jónsdóttir og hljómsveitina skipa þau Geirþrúður Fanney Bogadóttir, píanó, Sigurður B. Ólafsson, gítar, Karl S. Einarsson, bassi, Þorvaldur Halldórsson, trommur og Kjartan Már Kjartansson, fiðla.

Auk tónleikanna í Stapa verða haldnir tónleikar í Duus Safnahúsum þann 17. maí ásamt Heklunum, sem er kvennakór frá Mosfellsbæ, en Dagný er einnig kórstjóri þeirra. 

Þá mun Karlakór Keflavíkur halda tvenna vortónleika Karlakór Keflavíkur þann 14. og 15. maí í Stapa. Kórinn hefur fengið sjálft rokkgoðið Eyþór Inga Gunnlaugsson til liðs við sig og mun hann taka nokkur vel valin lög með kórnum undir stjórn Jóhanns Smára Sævarssonar.

Kórinn tók lagið fyrir VF á æfingu og hér er hægt að sjá það.