Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Mánudagur 6. maí 2002 kl. 23:41

Kóramót með glæsibrag í Reykjanesbæ

Um sl. helgi var haldið hér í Reykjanesbæ kóramót Kvennakóra á landinu. Gestfjafar mótsins, félagar í Kvennakór Suðurnesja skipulögðu mótið með miklum glæsibrag og þykir mér full ástæða til að óska þeim til hamingju með helgina. Þetta segir Björk Guðjónsdóttir í bréfi til Víkurfrétta.Á þessu móti voru samankomnar tæplega 400 konur víðsvegar af landinu sem fylltu 13 kvennakóra. Mótið hófst á föstudagskvöldið með tónleikum í Keflavíkurkirkju, þar sem u.þ.b. helmingur kóranna kom fram.
Konurnar létu það ekkert á sig fá þótt veðrið væri ekki eins og best væri á kosið, skemmtu sér og áheyrendum sínum hið besta þrátt fyrir það og voru þátttakendur í bæjarlífinu með sinni sönggleði. M.a. tóku þær þátt í messuhaldi á sunnudeginum í Keflavíkurkirkju og einnig í Njarðvíkurkirkju.

Mótinu lauk síðan með tónleikum í íþróttahúsinu við Sunnubraut á sunnudag. Þar komu kórarnir ýmist fram einir sér eða nokkrir saman. Einn slíkur samsettur kór hafði æft nokkur Hljómalög og flutti við góðar undirtektir. Að lokum sungu allir kórarnir saman þjóðsönginn sem var mjög tilkomumikill endir á frábærlega vel heppnaðri mótshelgi.


Björk Guðjónsdóttir
Bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024