Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Kóramót í Ytri Njarðvíkurkirkju
Mánudagur 24. apríl 2006 kl. 15:58

Kóramót í Ytri Njarðvíkurkirkju

Laugardaginn 29. apríl næstkomandi tekur Gospelkór Suðurnesja undir stjórn Elínar Halldórsdóttur á móti góðum gestum, þremur kórum undir stjórn Gróu Hreinsdóttur. Kórarnir eru ÁLKÓRINN, starfsmannakór álversins í Straumsvík, BROKK-KÓRINN, kór Hestamannafélags Reykjavíkur og KYRJUKÓRINN- kvennakór úr Þorlákshöfn.

Kórarnir koma saman syngja hver fyrir annan og sameiginlega og verður opin samæfing kl. 17:00 í kirkjunni. Allir eru velkomnir á að hlýða. Kórafólkið borðar saman eftir mótið og hver veit nema bæjarbúar rekist á syngjandi glaða kóra seinna um kvöldið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024