Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 17. janúar 2002 kl. 09:10

Kór stofnaður við Innri-Njarðvíkurkirkju

Stofnaður hefur verið kór Njarðvíkurkirkju og syngur kórinn við messur í Innri-Njarðvíkurkirkju og allar þær athafnir sem óskað er. Þetta er hress og skemmtilegur hópur og þeir sem hafa áhuga á söng og góðum félagsskap eru velkomnir. Æfingar kórsins eru á þriðjudagskvöldum frá klukkan 20.00 til klukkan 22.00. Stjórnandi kórsins er Steinar Guðmundsson.
Komið - sjáið og sannfærist.
Áhugasamir hafi samband við Helgu Valdimarsdóttur í síma: 421-5029.
Stjórnin
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024