Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Konur hittast á Vocal
Mánudagur 26. nóvember 2012 kl. 17:11

Konur hittast á Vocal

Það er vinsælt hjá konum að kíkja í hádegishitting á miðvikudögum í VOCAL veitingahús á Flughóteli Keflavík. Þá daga býður VOCAL upp á girnilega súpu og nýbakað brauð á aðeins 900 krónur en með matnum fá konurnar stundum skemmtilega heimsókn á meðan þær njóta þess að borða saman.  Þarna hafa konur fjölmennt, komið einar sér eða með vinkonum og vinnufélögum. Sirrý þáttastjórnandi á RÚV  er ein þessara kvenna sem skemmt hefur konum í hádegishittingi á VOCAL.

Nú er komið að sjálfri Suðurnesjakonunni okkar og nýjasta rithöfundi, Mörtu Eiríksdóttur en Marta ætlar að lesa upp úr bókinni sinni Mei mí beibísitt? og slá á létta strengi með konum miðvikudaginn 28. nóvember. Dagskráin hefst klukkan 12:00. Allar konur eru hjartanlega velkomnar í þennan skemmtilega hádegishitting á VOCAL og hafa gaman með Mörtu Eiríks.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024