Konur fjölmenna í pottinn í Sandgerði
Annar dagur Sandgerðisdaga er runninn upp. Í kvöld verður pottakvöld kvenna í sundlauginni í umsjón Kvenfélagsins Hvatar. Í boði verður stórskemmtileg dagskrá og vonast til að konur fjölmenni í pottinn í kvöld.
Holtsgatan mun einnig iða af lífi í kvöld en íbúar götunnar bjóða til veislu í kvöld. Margt verður í boði eins og grill, andlitsmálning, leikir, list og menning. Fótboltamót verður haldið á túninu á milli Holtsgötu og norður og suður.
	Hljómsveitin Hljóp á snærið mun spila í garði húss númer 35, hjá Skúla og Guðbjörgu kl. 21.00.
	 

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				