Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Konur á öllum aldri í Kvennahlaupi
Laugardagur 11. júní 2005 kl. 15:16

Konur á öllum aldri í Kvennahlaupi

Það var góð mæting í Kvennahlaup ÍSÍ í Garðinum nú í hádeginu en um 40 konur hlupu frá íþróttahúsinu í Garðinum. Í ár er 15 ára afmæli Kvennahlaupsins en það hófst árið 1990.

Konur á öllum aldri í Garðinum tóku þátt í hlaupinu, allt frá litlum stelpum í kerrum til langamma þeirra sem láta sig ekki vanta. Við komuna í mark fengu allar verðlaunapening og hressingu.

Markmið Kvennahlaupsins frá upphafi er að vekja áhuga kvenna á reglulegri hreyfingu. Hver kona tekur þátt á sínum forsendum. Því er engin tímataka í Kvennahlaupinu og lögð er áhersla á að hver kona komi í mark á sínum hraða og með bros á vör.

VF-mynd: Atli Már 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024