Konur á heimsþingi enduðu í Bláa Lóninu
Rúmlega 400 kvenleiðtogar frá um 100 löndum komu saman á heimsþingi sem haldið var í Hörpunni á dögunum. Á þinginu voru ræddar leiðir. til að tryggja aukin tækifæri kvenna og læra af reynslu Íslendinga varðandi árangur í jafnréttismálum. Yfirskrift þingsins er „Power Together“ og til þess er boðið kvenleiðtogum meðal annars úr stjórnmálum, viðskiptum, stjórnsýslu, vísindum, og er haldið í samstarfi við Women Political Leaders Global Forum, ríkisstjórn Íslands, Alþingi og fjölda íslenskra og alþjóðlegra samstarfsaðila.
Þinginu lauk með móttöku í Bláa Lóninu þar sem leiðtogum gafst kostur á að njóta dýrindis veitinga og slaka á í Bláa Lóninu.