Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Konur, starfsframi og fjölskyldan
Föstudagur 17. mars 2006 kl. 14:02

Konur, starfsframi og fjölskyldan

Ráðstefnan „Konur, starfsframi og fjölskyldan“ var vel sótt í Listasal Duus húsa í Reykjanesbæ í gær. Hjördís Árnadóttir, félagsmálastjóri Reykjanesbæjar, setti ráðstefnuna sem þótti fróðleg og skemmtileg. Ráðstefnan var önnur í röðinni af þremur sem haldnar verða í Reykjanesbæ og þriðja og síðasta ráðstefnan fer fram að ári liðinu en þá er ráðgert að karlmönnum verði einnig boðið að sitja ráðstefnuna.

Erindi Eyþórs Eðvarðssonar, ráðgjafa hjá Þekkingarmiðlun, bar heiti ráðstefnunnar en fleiri tóku til máls, þar á meðal voru Kristín Pétursdóttir, aðstoðarforstjóri Singer & Friedlander, Ingólfur Gíslason ráðgjafi Jafnréttisstofu og Halla Tómasdóttir, framkvæmdastjóri verslunarráðs.

Það var svo Una Steinsdóttir, útibústjóri Glitnis í Reykjanesbæ, sem sleit ráðstefnunni.

Myndir/ JBÓ, [email protected]



 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024