Konukvöld körfuknattleiksdeildar UMFG
Konukvöld körfuknattleiksdeildar Grindavíkur (UMFG) verður haldið föstudagskvöldið 9. mars nk. í Gjánni í Grindavík. Húsið opnar kl. 19 með fordrykkjum, sem verða í boði Codland.
Körfuknattleiksdeildin hefur gefið það út að þetta sé viðburður sem engin kona vilji missa af en enginn annar en stórsöngvarinn og eftirherman Eyþór Ingi verður veislustjóri kvöldsins, tískusýning verður frá versluninni Palóma og mun Grillbíllinn sjá um mat kvöldsins, ásamt því verða óvæntar uppákomur.
Hægt er að nálgast miða á kvöldið í versluninni Palóma, miðaverð er 6900 kr.