Konukvöld í Blómavali í kvöld
Konukvöld verður í Blómavali í Reykjanesbæ í kvöld kl. 19 til 22. Kynning verður á vörum og smakk í boði frá Sigurjónsbakaríi. Tískusýning verður á fatnaði frá versluninni XEDRA og á útivistarfatnaði frá Húsasmiðjunni.
Raven Design sýnir handverk, Gallery átta sýnir margskonar listmuni og handverk, Hermann Árnason myndlistarmaður málar á staðnum og þá verður Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum með kynningu á námskeiðum vetrarins.
Húsasmiðjan og Blómaval bjóða upp á kjúklingasúpu og þá mun Mummi Hermanns tónlistarmaður laða fram ljúfa tóna. Að endingu munu allar konur fá glaðning frá Blómavali, sem ætla að gefa ofnhanska.
Í tilefni konukvöldsins verður 25 prósent afsláttur af allri vöru í Blómavali og af öllum jólaseríum, útivistarfatnaði og öllum búsáhöldum í Húsasmiðjunni.