Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Konukvöld í Blómavali í kvöld
Fimmtudagur 4. nóvember 2010 kl. 13:20

Konukvöld í Blómavali í kvöld

Konukvöld verður í Blómavali í Reykjanesbæ í kvöld kl. 19 til 22. Kynning verður á vörum og smakk í boði frá Sigurjónsbakaríi. Tískusýning verður á fatnaði frá versluninni XEDRA og á útivistarfatnaði frá Húsasmiðjunni.

Raven Design sýnir handverk, Gallery átta sýnir margskonar listmuni og handverk, Hermann Árnason myndlistarmaður málar á staðnum og þá verður Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum með kynningu á námskeiðum vetrarins.
Húsasmiðjan og Blómaval bjóða upp á kjúklingasúpu og þá mun Mummi Hermanns tónlistarmaður laða fram ljúfa tóna. Að endingu munu allar konur fá glaðning frá Blómavali, sem ætla að gefa ofnhanska.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í tilefni konukvöldsins verður 25 prósent afsláttur af allri vöru í Blómavali og af öllum jólaseríum, útivistarfatnaði og öllum búsáhöldum í Húsasmiðjunni.