Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Konukvöld í Bláa Lóninu
Þriðjudagur 17. nóvember 2015 kl. 14:05

Konukvöld í Bláa Lóninu

Undanfarin ár hefur Bláa Lónið haldið eftirminnileg Konukvöld, þar sem konum er boðið upp á léttar veitingar ásamt því að fá afslátt af öllum vörum í verslun Bláa Lónsins. Því er vinsælt er fyrir vinkonuhópa að koma og njóta dekursins.



Næsta Konukvöld verður haldið fimmtudaginn 19. nóvember n.k. þar sem konum er boðið upp á veglegar veitingar frá matreiðslumeisturunum á LAVA. Að auki, geta konur fengið 30% afslátt af húðvörum Bláa Lónsins og 20% af öðrum vörum.  Meðal vörumerkja sem selja innan verslun Bláa Lónsins er 66 Norður, Sign, Feldur Verkstæði, Ígló og Indí, KronKron, As We Grow, Sif Jakobs og Farmers Market.

 Nú þegar styttist óðum í jólin er nauðsynlegt að slappa af og dekra við sig í góðum vinkonahópi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024