Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Miðvikudagur 15. maí 2002 kl. 10:10

Konukvöld hjá S-listanum

S-listinn býður konum til notalegs kvölds í góðum félagsskap kvenna á öllum aldri. Samkoman verður á kosningamistöð S-listans að Hólmgarði 2 í kvöld 15. maí kl 20:00 og stendur fram til 22:00. Léttar veitingar í mat og drykk verða á boðstólum.Gestur okkar verður Halldóra Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur sem er að góðu kunn fyrir skemmtileg og skelegg erindi um okkur konur og málefni sem okkur eru hugleikin. Eftir erindi Halldóru verður opið fyrir fyrirspurnir.
Misstu ekki af góðu tækifæri til að eiga ánægjulega kvöldstund þér til ánægju og fróðleiks.

Sveindís Valdimarsdóttir
4. sæti S-listans

Gerður Pétursdóttir
7.sæti S-listans
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024