Konukvöld á Toppnum föstudaginn þrettánda
Konukvöld með Eddu Björgvins og Siggu Lund verður halið í Top of the Rock næstkomandi föstudag, 13. nóvember. Miðaverð á kvöldið er 4500 krónur en aðgöngumiðinn gildir einnig sem farmiði að heiman og heim aftur. Þá er einnig á honum happdrættisnúmer þar sem í boði eru glæsilegir vinningar. Aðeins verða seldir miðar í forsölu á konukvöldið en ekki við innganginn. Það er því um að gera fyrir vinkvennahópa að tryggja sér miða strax í síma 421 3344 eða með tölvupósti á [email protected]
Innifalið í miðaverðinu er:
Konur eru sóttar heim að dyrum hvar sem er á Suðurnesjum* milli klukkan 20:00 og 21:00. (*Lágmark 4 konur frá Grindavík og Vogum)
Fordrykkur við innganginn.
Edda Björgvinsdóttir mun rífa upp stemminguna eins og henni er einni lagið.
Dregið verður um glæsilega vinninga í happdrættinu.
Sigga Lund mun verða með flotta kynningu frá Adam og Eva á fatnaði og „öðru“.
Kjartan Arnald trúbador mun spila þar til húsið opnar kl 01:00.
Það verður 25 ára aldurstakmark fyrir karla og kostar 1.500 kr inn.
Dj Kobbi mun spila 90's í bland við nýtt frameftir nóttu.
Akstur heim eða annað á Suðurnesjum eftir kvöldið eins og hverri konu hentar gegn framvísun miðans. (Lágmark 4 konur í ferð).
Það verður ostahlaðborð allt kvöldið frá Mjólkursamsölunni.
Nóg að narta í allt kvöld af hollu og fresku snakki.
Kynning á heilsuvörum.
Einn færasti koktailbarþjónn Íslands mun vera á barnum og blanda framandi koktaila á tilboði.
Happdrættisvinningarnir eru:
Dekur í betristofu Bláa Lónsins
Sunnudagsbröns fyrir tvo á Vocal resturant.
Tvö gjafakort í Smáralind fyrir 5.000 kr. hvort.
Tvær ostakörfur með rauðvíni.
Hárvörur frá Tigi.
Herrar Athugið!
Húsið opnar fyrir ykkur kl 01:00 og kostar 1.500 kr inn.