Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Konukvöld á Toppnum föstudaginn þrettánda
Föstudagur 6. nóvember 2009 kl. 11:28

Konukvöld á Toppnum föstudaginn þrettánda

Konukvöld með Eddu Björgvins og Siggu Lund verður halið í Top of the Rock næstkomandi föstudag, 13. nóvember. Miðaverð á kvöldið er 4500 krónur en aðgöngumiðinn gildir einnig sem farmiði að heiman og heim aftur. Þá er einnig á honum happdrættisnúmer þar sem í boði eru glæsilegir vinningar. Aðeins verða seldir miðar í forsölu á konukvöldið en ekki við innganginn. Það er því um að gera fyrir vinkvennahópa að tryggja sér miða strax í síma 421 3344 eða með tölvupósti á [email protected]
 
Innifalið í miðaverðinu er:
Konur eru sóttar heim að dyrum hvar sem er á Suðurnesjum* milli klukkan 20:00 og 21:00. (*Lágmark 4 konur frá Grindavík og Vogum)

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fordrykkur við innganginn.

Edda Björgvinsdóttir mun rífa upp stemminguna eins og henni er einni lagið.

Dregið verður um glæsilega vinninga í happdrættinu.

Sigga Lund mun verða með flotta kynningu frá Adam og Eva á fatnaði og „öðru“.

Kjartan Arnald trúbador mun spila þar til húsið opnar kl 01:00.

Það verður 25 ára aldurstakmark fyrir karla og kostar 1.500 kr inn.

Dj Kobbi mun spila 90's í bland við nýtt frameftir nóttu.

Akstur heim eða annað á Suðurnesjum eftir kvöldið eins og hverri konu hentar gegn framvísun miðans. (Lágmark 4 konur í ferð).

Það verður ostahlaðborð allt kvöldið frá Mjólkursamsölunni.

Nóg að narta í allt kvöld af hollu og fresku snakki.

Kynning á heilsuvörum.

Einn færasti koktailbarþjónn Íslands mun vera á barnum og blanda framandi koktaila á tilboði.

Happdrættisvinningarnir eru:

Dekur í betristofu Bláa Lónsins

Sunnudagsbröns fyrir tvo á Vocal resturant.

Tvö gjafakort í Smáralind fyrir 5.000 kr. hvort.

Tvær ostakörfur með rauðvíni.

Hárvörur frá Tigi.

Herrar Athugið!

Húsið opnar fyrir ykkur kl 01:00 og kostar 1.500 kr inn.