Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Konukvöl kemur saman
Föstudagur 21. júlí 2006 kl. 13:19

Konukvöl kemur saman

Hljómsveitin Konukvöl kemur saman á morgun, laugardag, og spilar á Mamma Mía í Sandgerði. Hljómsveitin var nokkuð áberandi í tónlistarlífi á Suðurnesjum fyrir nokkrum árum og voru skemmtanir þeirra þekktar fyrir gleði, frumleika og kraft.

 

Meðlimir sveitarinnar hafa verið dreifðir um heiminn undanfarin ár að sinna mismunandi verkefnum og því hefur hljómsveitin ekki verið starfandi í nokkurn tíma. Á laugardaginn gerist hins vegar sá einstaki atburður að allir sjö meðlimir hljómsveitarinnar verða staddir á sama stað á sama tíma og verður tækifærið notað til að bjóða upp á magnaða stemmningu á Mamma Mía í Sandgerði.

 

Konukvöl gaf út plötuna „Mjólk er góð” árið 1998 og innihélt hún m.a. lögin „Ég vil harðan jólapakka” og „Bulldog,” en einnig er hljómsveitin þekkt fyrir útgáfu sína af Reynislaginu sem hefur verið einkennislag Knattspyrnufélagsins Reynis í Sandgerði undanfarin ár.

 

Aðgangur er frír á laugardaginn, 20 ára aldurstakmark og er reiknað með því að Konukvöl stígi á sviðið á miðnætti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024